Við fjölskyldan keyptum þessa íbúð á Spáni eftir að hafa skoðað okkur vel um á Costa Blanca

Íbúðin er í bænum Gran Alacant. Í henni er pláss fyrir 4 fullorðna í tveimur herbergjum. Ferðabarnarúm er einnig í íbúðinni fyrir börn til sirka 3 ára aldurs.

Þetta er nýr snyrtilegur bær með allri þeirri þjónustu sem maður vill hafa. 

Það er örstutt á flugvöllinn eða um 8. min keyrsla þannig að ekki þarf að hafa bílaleigubíl fekar en menn vilja. 

 
Öll helsta þjónusta er innan hverfisins.  Svo sem matvöruverslanir, bankar, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, barir, bakarí, netkaffi, líkamsrækt og margt, margt fleira. 
 
Mikið af þessari þjónustu er í um 3 minútna göngu frá íbúðinni í nýjum verslunarkjarna, Central Comercial sem þjónar Gran Alacant og nágrannabæjum.

Einnig er apótek og heilsugæsla þar sem maður getur labbað inn og fengið tíma hjá lækni ef á þarf að halda (gegn gjaldi). 

Skemmtilegt leiksvæði með leiktækjum er á Central Comercial þar sem hægt er að fara á Trampólín, í teygjutrampólín, pool, klifur/boltaland fyrir litlu börnin, hamstrakúlur á vatni, lítil mótórhjól sem keyra í hringi fyrir minnstu börnin og fleira.

Gran Alicant er hluti af "White Coast" svæðinu á Costa Blanca.  En það er þekkt fyrir gæsilegar náttúrulegar strendur. ( Blue Flag Beaches)

Carabassi ströndin er í um 5 min keyrslu eða um 2.5 km fjarlægð frá íbúðinni.  Þar teygir hún sig í báðar áttir eins langt og augað sér með gulum sandi svo þar er alltaf pláss fyrir sólbaðsdýrkendur.  Aðgangur að henni er mjög góður og á ströndinni er hægt að leigja sólbekki og sólhlífar eða bara taka sínar eigin.

Þar er sjoppa/bar til að kaupa ís, snakk og bjór.

Innan Gran Alacant gengur götulest um svæðið.  Hún gengur meðal annars niður á ströndina og er algjör snilld fyrir þá sem ekki leigja bíl.

Strandborgin Alicante er í 15 min aksturfjarlægð er fullt af veitingastöðum og verslunum. Mall með stórri H&M búð, San-Vincent Outlet park Nike, Asics, Desigual og fleiri merki. 

Frábær höfn og kastali -þanngað verður að fara.

 Benidorm er auðvelt að fara til -tekur um 45 mín á bíl, einnig gengur þanngað rúta frá Gran Alacant þar er meðal annars:

  • Terra Mitica, virkilega flottur skemmtigarður. Rússíbanar og margt fl.
  • Terra Natura dýragarður við hliðina á Terra Mitica
  • Aqualandia rennibrautagarðurinn, erfitt að ná krökkunum þaðan 
  • Mundomar sjávardýragarðurinn, höfrunga- og sæljónasýning.
  • Sundlaugagarðurinn í Torreveja -Aquapark er minni er sá sem er í Benedorm og mjög þægilegur og vel skipulagður ca 40 mín keyrsla. Mælum með honum

Fyrir golfarann er nóg úrval. Í 15-30 min akstursfjarlægð frá Gran Alacant eru 14 frábærir golfvellir: 

Campo de Golf El Plantio er 15 km í burtu.  Hann býður upp á 9 og 18 holur.  Þar er hægt að leigja allt golfdót og fara í kennslu.

Golf og Country Club La Marguesa, championship course, 35 km frá Gran Alacant.  Hann er nálægt San Juan ströndinni norður frá Gran Alacant.

Endilega skoðið Google kortið hér fyrir neðan og skoðið staðsetningu íbúðarinnar á kortinu.

Nóg að gera og engum á að þurfa að leiðast.  Þetta er einungis brot af því sem svæðið hefur upp á að bjóða.

 Hér er linkur með meiri upplýsingum um Gran Alicant á Ensku.


Staðsetninga íbúðarinnar í Gran Alacant

Frábær staðsetning. Stutt í þjónustuna en samt ró og friður.

 Gran Alacant er 8 mín frá flugvellinum.

 Carabassi ströndin -alveg frábær EU Blue Flag beach

Góður aðgangur að ströndinnni. 

Terra Mitica 

  Bæjarlestin, gengur m.a. niður á strönd

Verslunarkjarninn við enda götunnar

 Yfir 50 barir og veitingstaðir eru í Gran Alacant.